Tískuvikan er í algjöru uppáhaldi hjá mér – mér finnst fátt skemmtilegra en að rúlla í gegnum nýjustu línurnar og velta fyrir mér hvað verðir vinsælast á komandi mánuðum. Einnig finnst mér alltaf áhugavert að sjá hvað hver og einn hönnuður leggur áherslu á, hversu ólíkar línurnar eru, og hver kemur mér mest á óvart í hvert skipti.

Ég tók saman mín uppáhalds look að þessu sinni til að deila með ykkur.

Ég fékk gæsahúð þegar ég sá fyrstu myndirnar frá Max Mara – mig langaði í allt fyrir sjálfa mig (sem er sjaldgjæft) og ef ég væri aðeins ríkari, myndi ég hugleiða að fjárfesta í einum slíkum þetta seasonið.

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *