Hefur ekki svo mikil áhrif á mig og son minn sem keyptum okkur æsispennandi smekk nú á dögunum.

Náði ég þér?

Sko, vandaðir bloggarar og almennilegt fjölmiðlafólk plata fólk inn með öllum ráðum og fær þannig risa stóran lesandahóp. Ég ætla aðeins að vinna með það í dag, allt fyrir klikkið eins og þeir segja! (NB. þessa færslu sem og aðrar sem koma frá mér má ekki taka of alvarlega, nema ég taki það þá sérstaklega fram)

“Mikið er hún óheiðarleg” hugsið þið ef til vill núna en eftir þunga þanka og drama í fjölmiðlum síðustu daga ásamt komandi alþingiskosningum sá ég mér fært að létta fólki lundina með eftirfarandi færslu. Ég er nefnilega alltaf fyrst og fremst að hugsa um ykkur!

Titringur í blogg og snapchat heimum verður semsagt ekki efnið í mína færslu í dag enda algjör núbbi og hef ekkert til þeirra mála að leggja.

EN smekkurinn sem ég sagði ykkur frá í síðasta bloggi verður til tals í dag! Og þar sem ég veit að flest vel þenkjandi fólk hefur áhuga á smekkjum fyrir börn hef ég engar áhyggjur af því að þið staldrið ekki við þótt fyrirsögnin hafi bent til annars umfjöllunarefnis en raun ber vitni.

Ég veit nefnilega að margir hafa beðið spenntir eftir því að berja gripinn augum. Það hafa margir hringt og sent mér tölvupósta til að ýta á eftir þessari færslu (lesist : það hefur enginn hringt né sent tölvupósta og líklega enginn að bíða eftir stóra smekk blogginu) þannig ég sé ekki annað í stöðunni en að drífa í þessu ekki seinna en í dag!

Best að nefna það að færslan er ekki sponsuð af neinum og ég keypti gripinn dýrum (ódýrum) dómum í Englandi á dögunum. Allt það besta fyrir barnið mitt.

Eftir vel valin ofangreind orð verð ég þó að taka fram að ég hugsaði mig töluvert um og komst að þeirri niðurstöðu að það er ómögulegt að skrifa skemmtilegt og spennandi blogg um smekk þannig ég læt myndirnar tala sínu máli.14875083_10153911222535796_427979941_n

Og hvað er eiginlega málið með þennan smekk? Það er naghornið á honum! Sjáið snilldina? Og það er ekki grín, hann er rosalega sniðugur.

14881533_10153910297425796_1669897161_o

 

 

 

 

 

Flugvéla mynstur, flugfreyjan í mér varð ekkert lítið spennt!

14812939_10153911222675796_1609015048_o

 

 

 

 

 

Hér má sjá aðal manninn og uppáhalds módelið mitt með smekkinn í fullri notkun, þó það laumist nokkrir puttar með í leiðinni hef ég heyrt frá fyrstu hendi að það auki bara á nag ánægjuna.

14808010_10153910825680796_1716958346_o

 

 

 

 

 

Ég reyni að hafa gæruna okkar með á sem flestum myndum enda mjög glamúros.

 

 

Hvar fást þeir svo? Ég keypti þá í Boots í Englandi en ég veit þeir fást hér —> Hér og sennilega á fleiri stöðum á alheimsnetinu. Þeir eru af gerðinni Nuby.

Að lokum, takk fyrir að lesa alla leið hingað! Sérstaklega þeir barnlausu þó ég geri fastlega ráð fyrir því að þeir hafi lokað síðunni við fyrsta smekk.

Verði ykkur smekk elskendum að lestrinum. Ef þið viljið meira grín og bull þá getið þið kíkt á mig á sc, þar er ég : oddnysilja

Oddný

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *