Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma muna kannski eftir því þegar ég hellti mér útí lífstílsbreytingu síðasta sumar, með þjálfara, matardagbók og svo framvegis. Ég update-aði fylgendur vikulega með hvernig gengi og áður en ég vissi af hafði ég gefist upp.

Hvort það var form þjálfunarinnar sem átti að laðast að mínum lífstíl (að minni eigin ósk) – æfingar sem ég gat gert sjálf úti í garði með stelpurnar í kringum mig eða hvort það var bara tímasetningin, veit ég ekki. Það þurfti ekki annað en að einn rigingardropi féll úr skýjunum og ég var komin með solid afsökun til þess að vera innan dyra og sleppa æfingu. Ég í raun fann ótrúlegustu ástæður til þess að sleppa æfingu og bara vera innan dyra.

Núna fyrir að verða tveimur mánuðum síðan ákvað ég með Rebekku, vinkonu minni sem einnig er bloggari hér á daetur.is, að skella mér í ræktina. Keypti mér ræktarkort og sagði sjálfri mér að til þess að það ætti að borga sig yrði ég að fara að minnsta kosti 8 sinnum á mánuði, annars var kortið sjálft of dýrt.

Sama dag og fyrsta æfingin átti sér stað helltist svoleiðis yfir mig stressið – held ég hafi sent Rebekku um þúsund skilaboð þennan daginn og spurði hana út í ALLT mögulegt varðandi tímann sem við hefðum skráð okkur í – svo stressuð var ég.

…… held ég sé haldin, ræktarstressi. Er það til?

Held sko að margir þjáist af svona ræktarstressi, sem mér þætti ekki ólíklegt að haldi aftur af ansi mörgum þegar kemur að því að mæta í Gymmið.

Það stressaði mig að ég vissi ekki út í hvað ég væri að fara -hversu þungar lóðir átti ég að taka inn í hópatímann – hvað þegar hún kallar upp einhvað ræktar hugtak sem ég hef aldrei heyrt áður og allir byrja á einhverri rútínu sem ég næ ég ekki?
Jú ég var með þúúúsund stress factora, við það eitt að mæta í hópatíma.

Eftir að hafa mætt nokkrum sinnum með Rebekku og því með huggunina að ég hefði þá allavega einhvern að hlæja með, þá varð þetta auðveldara og ég var farin að geta mætt ein líka. JÚBBÍÍ fyrir mér !! ☺

Fyrir um mánuði síðan tók ég síðan skrefið og skellti mér í fjarþjálfun hjá Helenu Rúnarsdóttur sem er einnig bloggari hér á daetur.is – frábær þjálfari með svo ótrúlega mikla vitneskju um allt sem við kemur heilsu og þjálfun. Helena sendi mér æfingarplan fyrir 3 æfingar á viku, en það fannst mér gerlegt svona í byrjun svo ég myndi nú ekki gefast upp. Helena sendi mér einnig dæmi af matarplani sem er svo ótrúlega auðvelt að fara eftir og laða að sínum eigin venjum sem og venjum fjölskyldunnar.

Ég verð þó að viðurkenna hér, eins og með hópatímana var ég með RISA hnút í maganum að mæta á fyrstu æfinguna – hugsunin að vera ein í lyftingasal innan um öll „massatöllin“ sem vita allt þúsund sinnum betur en ég. Að ég skuli þurfa að standa þarna með prentað planið mitt og leita af tækjunum var hrikalegt í mínum huga – leggjast á bekk með stöng með ogguponsu lóðunum titrandi í vöðvunum á meðan þessi hliðiná mér lyftir, þessu þunga – úffh.

En eftir þennann mánuð að hafa skellt mér af stað – brotið ísinn með hjartað í buxunum og kyngt stoltinu og leyft mér að vera byrjandi í kringum alla hina hef ég áttað mig á einu.
Það er öllum SKÍT sama um mig í ræktinni – Þarna er það bara ég, tónlistin mín og allir hinir og tónlistin þeirra. Það er nákvæmlega enginn að spá í mér.
Ég hef meira að segja tvisvar nýtt mér þessa viskubrunna sem huldir eru stóru vöðvunum sínum til þess að hjálpa mér – bent á myndina á planinu mínu og spurt “hvar er þetta tæki?” og mætt þessum líka svakalegu hjálpsömu aðilum sem eru svo ánægðir með að geta hjálpað nýgræðningnum mér – þeir voru jú einu sinni byrjendur líka með útprentað blað að leita af réttu tækjunum.

Planið sem ég fékk frá Helenu er með mjög ítarlegum og flottum myndum sem hjálpar mikið þegar maður er í fjarþjálfun og var því auðvelt að sýna myndirnar til þeirra sem tilbúnir voru að aðstoða og fá þar af leiðandi hjálp við að halda áfram.

Með þessum pistli langaði mér því að segja – Ræktarstress er til og ég veit ég er svo langt frá því að vera ein í þessu. Ég get ímyndað mér að nákvæmlega þetta Ræktarstress sem ég lýsi hér að ofan sé það sama og haldi aftur af svo mörgum að mæta á sína fyrstu æfingu.

Það er erfitt að mæta í fyrstu skiptin – en fljótt er þetta orðið eðlilegt – auðvelt, og sérstaklega með plan sem segir manni nákvæmlega hvað maður á að gera næst.

Brjótið bara ísinn – mætið. Ykkur mun líða svoooo vel eftir á – Ég L O F A !!

Knús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *