Vorið… hver elskar ekki vorið? En með vorinu koma fallegu og ljósu litirnir, og tískan með. Sjálfri finnst mér millibils veður það besta, á veturnar er of kalt fyrir alla fallegu jakkana mína, en haustin og vorin eru fullkominn til þess að draga fram fallega jakka og layera sig upp og niður.

Vor tískan í ár er í einstaklega miklu uppáhaldi hjá mér – ég er svo veik fyrir fallegum pastel litum og ekki skemmir þegar það er flauels efni í þokkabót.

Peysa – GINA TRICOT // Töskur – GUCCI // Gallabuxur – ASOS // Galla buxur og prjónapeysa – GUESS

Fallegar galla buxur með blóma útsaumi eru meðal helstu tískustrauma vorsins, og hafa verð í svolítinn tíma. Fyrir þá sem eru etv ekki tilbúnir að fjárfesta í nýju buxum, þá finnst mér ótrúlega sniðugt að kaupa blóma bætur sem hægt er að strauja á gamlar gallabuxur, sem eru kanski farnar að rifna aðeins, til þess að gefa þeim nýtt líf. Margar tískusíður selja einstakar bætur, eins og td. ASOS, og því ótrúlega auðvelt að hrinda því í framkvæmd.

Taska – GUCCI // Úlpa – ASOS // Pils – GINA TRICOT // Gallabuxur og Skyrta – NELLY

Nú veit ég vel að pastel litir, og bleikur fatnaður er ekki fyrir alla, langt í frá, en ég er gjörsamlega að tryllast yfir nýjustu tískunni. Ég fæ fiðrildi í magann við að skoða myndirna hérna. Sjálfri finnst mér voðalega fallegt að ganga í bleiku, en það getur oft verið ákveðin kúnst að ganga ekki yfir línuna (en ef hinum megin við línuna er það sem hentar þér vel, þá segi ég go for it).

Pils og Samfestingur – NELLY // Skór – GUCCI // Skyrta – VERO MODA // Undirföt – MISSGUIDED

Önnur leið fyrir þær sem eru etv ekki eins litaglaðar, er dekkri rómantíski stíllinn. Mér finnst ótrúlega fallegt að blanda saman svörtu og rósum, og enn fallegra þegar leður er komið inní samsetninguna. Skemmtileg leið til að poppa upp einfalt outfit er að fjárfesta í fallegum topp með blóma mynstri á sem etv sést örlítið í gegnum.

Mig er allavega farið að hlakka til vorsins, en ykkur?

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *