Ég hef mikinn áhuga á hollu mataræði og hef gert margar tilraunir með hollustufæði, hráfæði, laktósafría og glúteinlausa fæðu.. Ég hef glímt við magavandamál frá því að ég var lítil og hef þess vegna reynt að finna þann mat sem að ég þoli vel.
Þegar ég var 16 ára, fyrir 7 árum, tók ég þá ákvörðun að hætta að borða kjöt. Ástæðan fyrir þessari breytingu á mataræði mínu var að ég sá myndskeið af illri meðferð á dýrum. Upphaflega ætlaði ég að prófa að vera án kjöts í einn mánuð en hef ekki bragðað kjöt síðan þá nema fisk.
Nýlega kynntist ég nýju mataræði sem heitir Low-FODMAP og frá fyrsta degi sem ég prófaði það varð ég betri og magakramparnir hættu.
Ég tók heilan mánuð sem ég var á þessu mataræði og hafði aldrei liðið betur. Eftir það byrjaði ég aftur að detta í sama mataræðið þegar ég var útá Spáni og smátt og smátt varð ég aftur orðin mjög slæm.
Þannig ég er byrjuð aftur á þessu mataræði og kem kannski til með að pósta nokkrum uppskriftum á bloggið í framtíðinni.

FODMAP er skammstöfun og stendur fyrir Fermentable Oligosaccharides, Disaccharides, Monosaccharides, and Polyols. Gerjanlegar sykrur er einfaldasta þýðingin. Þær er að finna í ýmsum kolvetnaríkum matvælum og geta valdið meltingartruflunum og iðraólgu.
Taka þarf út laktósa, frúktósa og glúten í Low-FODMAP mataræðinu og það er fljótt að koma í ljós hvort þetta nýja mataræði hentar einstaklingnum.

Screen-shot-2013-05-28-at-12.35.09-PM

Skelli með uppskrift af besta pastasalati í heimi, sem er að sjálfsögðu Low-FODMAP!

20160719_201832

Pastasalat:

Glúteinlaust pasta
Salat blanda
Tómatar
Paprika
Gúrka
Svartar ólífur
Fetaostur með sólþurrkuðum tómötum (þessi rauði, það er enginn laukur í honum)
Egg
Glúteinlausir brauðteningar sem fást í Kosti.
Salt og pipar og dill og blanda saman!

Dressing:
1 hluti Hvítvínsedik
1 hluti Maple síróp
2 hlutar sinnep (Sætt eða Dijon)

20160719_202012

20160719_202202

20160719_202523

20160719_202250

Verði ykkur að góðu!

Ásthildur

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *