Þó ég geti ekki titlað mig sem grænmetisætu verð ég að viðurkenna að kjöt er ekkert endilega mín eftirlætis matvara – mér finnst því afskaplega skemmtilegt að prófa mig áfram í eldhúsinu og gera kjötlausa rétti sem allir í fjölskyldunni eru ánægðir með.

Í gær tókst það svaaaaakalega vel upp !!

Einhverstaðar, nú man ég ekki hvar – ætli það hafi verið á pinterest?
…. gæti verið.
fann ég þessa uppskrift af sætkarteflu stew-i. Í þessari uppskrift er engin dýraafurð og því mjög henntugur og frábærlega bragðgóður réttur fyrir grænmetisætur.

Hér kemur uppskriftin.


Sæt Karteflu Stew

1 og 1/2 Laukur
3 Hvítlauks geirar
1 msk maukað Engifer
2 teskeiðar Chili duft / krydd
1 dós maukaðir tómatar
2 dl Grænmetissoð (Vatn og grænmetisteningur)
1/2 bolli hnetusmjör
1 stór Sæt Kartefla
1 dós Nýrnabaunir
1 bolli grænar frosnar baunir
2 lúkur spínat.

Aðferð:
1. Hakkaðu laukinn smátt og mýktu hann á pönnu með olíu.
2. Bættu svo maukuðum hvítlauk og engiferi við sem og Chilikryddinu. Þetta mauka ég með hvítlaukspressu.
3. Bættu þar eftir tómötunum og hnetusmjörinu við og blandaðu vel saman.
4. Þar eftir er grænmetissoðinu bætt við og blandað.
5. Sæt Karteflan er skorin í teninga og sett út í réttinn, lokið á og leift að malla í um 15 mín eða þangað til karteflan er orðin mjúk.
6. Skolaðu af nýrnabaununum vel með vatni (svona til þess að forðast óþarfa prump um kvöldið)
7. Nú bætiru restinni við – nýrnabaununum, grænu baununum og spínatinu.

Og rétturinn er tilbúinn. Ég bar þetta fram með auðveldum Jarðaberja, banana og bláberja smoothie og allur voru veeeeel saddir og sælir eftir matinn.


Það var hellings afgangur en daginn eftir rúllaði ég afganginum inn í Tortilla pönnukökur og hitaði í eldföstu móti inni í ofni.

Ég mæli svo með að þið prófið þennann rétt og ég lofa, lofa, L O F A
Þið verðið ekki svikin !! 🙂

Fyrir þá sem þykja gaman af fjölbreyttum uppskriftum og að sjá skref-fyrir-skref mæli ég með að þið addið mér á SnapChat: Alexsnapsz en hér sýni ég oft frá því sem ég geri í kvöldmat.

One comment

Reply

Eldaði þetta áðan. Þetta er ótrúlega gott og ekki mikið vesen. Takk fyrir mig ☺

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *