Grunnbrennsla hvers og eins er mis mikil. Það fer eftir því hversu mikinn vöðvamassa þú hefur, hversu mikil grunnbrennslan er yfir daginn, þ.e. því virkari vöðvar því meiri er grunnbrennslan. Grunnbrennslan er sú brennsla sem á sér stað yfir daginn óháð líkamsrækt eða öðru. Ef þú vilt auka grunnbrennsluna þá þarft þú að byrja að lyfta lóðum reglulega, þannig náum við fram mestri vöðvavirkni.


Mér finnst gott að líkja þessu saman við bílnotkun, eftir því sem þú notar bílinn meira því meiru bensíni eyðir hann…samanber því meira sem þú notar vöðvana því meiri orku brennir líkaminn!
Þegar þú ert byrjuð/byrjaður að lyfta reglulega því meiri verður grunnbrennslan yfir daginn, og auðvitað brennir þú enn meira á þeim dögum sem þú ert að æfa á!
Ef markmiðið er að grennast þá þarf að hafa í huga hversu mikið þú brennir yfir daginn og hversu mikið þú innbyrðir…þ.e. hitaeiningar út og hitaeiningar inn!
Til þess að þú grennist þurfa hitaeiningarnar sem þú brennir að vera fleiri en þær sem þú innbyrðir, en samt sem áður þarf að næra sig vel og fá sér næringarríkan og hollan mat, hugsa hvað þú ættir að fá þér fyrir æfingu og eftir æfingu og þar fram eftir götunum…
Til þess að hafa næga orku í þunga æfingu er best að fá sér kolvetnaríka máltíð fyrir æfingu…t.d. hafragraut, ávöxt (t.d. banana eða epli og hnetusmjör), grófa brauðsneið, pasta, salat. Gott er að borða 1-2 klst fyrir æfingu.
Til þess að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot þarf að fá sér að borða fljótlega eftir æfingu, ég mæli með því að fá sér eitthvað próteinríkt strax eftir æfingu, eða allavega innan við klukkutíma eftir æfinguna. Próteinrík máltíð getur verið t.d. skyr, skyrdrykkur, próteinsjeik, hámark, hleðsla, fiskur, kjúklingur, túnfiskur, egg.
Morgunmaturinn er svo mikilvægasta máltíð dagsins, líkamsstarfsemin fer í gang þegar þú færð þér morgunmat og þannig ferð þú betur undirbúin í daginn…þ.e. það er ólíklegra að þú fáir blóðsykurfall og grípir í eitthvað óhollt í hádeginu. Ef þú ert ekki týpan sem færð þér morgunmat, þarftu að byrja að venja þig á það..þó það sé ekki nema einn banani eða einn hámark/hleðsla!

XXX

HELENA RÚNARS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *