Það er búið að vera svo brjálað að gera í vinnunni að ég hef varla haft tíma til þess að segja hæ og bæ við kærastann minn þegar ég fer að heiman alla vikuna – þannig bloggið hefur ekki verið í fyrsta sæti heldur. En í þessari viku voru Fashion Days í vinnunni, þar sem að viðskiptavinir okkar frá öllum heiminum koma á skrifstofuna okkar í Aarhus til þess að kaupa inn nýja vöru, borða góðann mat og “netwörka”. Það er alltaf ógeðslega gaman á þessum dögum, og akkurat þessir dagar sem minna mig á afhverju ég elska vinnuna mína, því maður fær tækifæri til þess að kynnast fólki allstaðar að úr heiminum, borða góðann mat, fara út að dansa og drekka cocktaila – og það áður en helgin byrjar!

Ég hef sýnt ykkur áður inní vinnuna mína HÉR en fyrir neðan eru nokkrar myndir frá seinustu dögum 🙂

morgunmatur   ho%cc%88fnin

img_3802

Inní sýnisherbergjunum þar sem varan hengur og morgunmatur

matsalurinn img_3836

Matsalurinn okkar er náttúrulega bara eitthvað allt annað!

img_3799

img_3806

img_3811   img_3907

Þið getið líka fylgt mér á Insta – @rebeinars

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *