Þar sem ég er með mjög þurra húð þá langar mig að deila með ykkur uppáhalds húðvörunum mínum sem ég gríp alltaf í ef húðin mín er ómöguleg. Ég á það oft til að fá þurrkubletti í andlitið og jafnvel flagna á sumum stöðum. Ef ég er ekki búin að vera dugleg að bera body lotion á líkamann þá klæjar mig brjálæðislega mikið, oft svo mikið að ég get stundum ekki sofnað. Hér eru vörurnar sem bjarga þessu!

1. Rich Nourishing Cream – Bláa Lónið

Þetta er hands down besta andlitskrem fyrir þurra húð. Ég er á dollu númer 2, en þetta endist ekkert smá lengi. Nærandi krem sem veldur engum sviða í húðinni þegar hún er viðkvæm. Þetta krem er í dýrari kantinum, en 100% þess virði!

2. Mineral Intesive Cream / Mineral Moisturizing Cream – Bláa lónið

Þessi tvö bodylotion hafa verið í uppáhaldi síðastliðið ár. Intensive kremið nota ég þegar húðin mín er extra þurr, þar sem það er mikið feitara krem en Moisturizing kremið. Moisturizing kremið fer hratt inní húðina sem er mikill kostur. Það eru engin ilmefni í þessum kremum. Það sem ég tek eftir er að þegar ég fer svo í sturtu er húðin silki mjúk.

3. Elizabeth Arden – Green tea honey drops body cream

Ég hef notað þetta rakakrem í mörg ár, en það gefur góðan raka og lyktar ekkert smá vel.

4. Algea Mask – Bláa Lónið

Ef að ég er með þurrkubletti og er að fara eitthvað fínt þá finnst mér alveg hrikalegt að setja meik á svona þurra húð. Það verður einfaldlega bara ekki fallegt. Ég set þunnt lag yfir allt andlitið af Algea maskanum. Tek hann af eftir sirka 10 min og húðin mín er eins og ný! Einnig er hægt að sofa með maskann. Ég er ekki frá því að maskinn minnki þurrkubletti töluvert. Þetta er algjör undra maski, ég er að segja ykkur það!

5. Intensive lip balm – First Aid Beauty

Þessi lagar strax slæman varaþurrk. Eina neikvæða sem ég hef að segja eru pakkningarnar, en ég væri til í að hafa hann í svona ”varalita” pakkningum svo maður þurfi ekki að stinga fingrinum ofaní.

6. Mineralize charged water eye cream – Mac

Mér finnst ekki margir tala um húðvörurnar frá Mac en þetta augnkrem er algjör rakabomba fyrir augnsvæðið sem mýkir og nærir vel.

7. Drink Up Intensive Overnight Mask – Origins

Frábær rakamaski til þess að sofa með. Þegar ég vakna þá er húðin mín endurnærð og glansandi af raka, ég elska það. Nota þennan c.a. 1x í viku.

Allar vörurnar fást í Hagkaup, nema varasalvinn fæst í Fotia.

♡ Svana ♡

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *