Ég hef aldrei mikið verið að hugsa um hvaða vörur ég nota í hárið á mér og kaupi oftast bara eitthvað ódýrt með góðri lykt. Náttúrulega hárið mitt er frekar dökkt en ég hef upp á síðkastið verið að lita hárið ljóst. Núna stend ég allt í einu frammi fyrir því að þurfa hafa fyrir því að halda hárinu fallegu og mjúku. Það eykur álag á hárið að vera alltaf að lita það og nú hef ég þurft að hugsa aðeins betur út í vörurnar sem ég set í hárið sem var eitthvað sem ég var ekki vön að þurfa gera áður fyrr.

Ég prófaði fyrir stuttu sjampó og hárnæringu sem heitir Young Again frá Kevin Murphy. Eftir að ég byrjaði að nota þær vörur fór ég að finna rosalega mikinn mun á hárinu á mér en það var búið að vera mjög þurrt og leiðinlegt síðan ég byrjaði að lita það.

 

shampSjampóið
Þegar ég er nýbúin að setja sjampóið í þá verður hárið stamt, þannig maður finnur strax að það sé að gera eitthvað. Sjampóið inniheldur þykkni úr lótusblómi og orkedíu (brönugrasi). Það endurnærir og styrkir hár sem brotnar auðveldlega, hjálpar hárinu að ná glans og ferskleika sínum aftur.

condiHárnæringin
Eftir að ég set síðan hárnæringuna í verður hárið alveg silkimjúkt. Hárnæringin inniheldur bambus og lótusþykkni sem styrkir og byggir upp. Það inniheldur einnig baobab og mangófræolíu sem mýkir yfirborð hársins og hentar vel þurru, skemmdu og líflausu hári.

oilLuxe Oil
Ég nota einnig þessa olíu í hárið eftir sturtu þegar hárið er enn blautt og það gerir hárið enn mýkra. Þessi olía hefur algjörlega bjargað hárinu á mér þegar ég fer til heitra landa þannig að það skrælni einfaldlega ekki bara. En svo nota ég það líka bara dagsdaglega því það gefur hárinu svo fallega og glansandi áferð.

 

Ég sá strax mun á hárinu unnamedeftir að ég byrjaði að nota þessar vörur og það fór smá saman að ná aftur gamla ljómanum. Fyrir þá sem eru mikið að lita á sér hárið þá mæli ég með þessum vörum. Þó þetta sé dýrara en vörur sem ég er vön að kaupa mér þá eru þær klárlega þess virði. Ég fékk þessar vörur á Spray hárgreiðslustofunni sem er í Mosfellsbæ. Þær hjá Spray eru líka fáranlega flinkar að lita hár.

 

NAFN

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *